Nýjast á Local Suðurnes

Kaupmaðurinn á horninu til sölu

Rekstur matvöruverslunarinnar Kosts í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar hefur verið auglýstur til sölu. Verslunin á langa viðskiptasölu að baki, en verslun hefur verið rekin á mótum Holtsgötu og Borgarvegar um áratuga skeið, því má segja að um sé að ræða kaupmanninn á horninu í fyllstu merkingu þeirra orða.

Í auglýsingu segir að um sé að ræða matvöruverslun með góða ársveltu, sem rekinn er í eigin húsnæði, en tekið er fram að möguleiki sé á að kaupa einungis reksturinn og leigja húsnæðið.

Góð viðskiptavild og tækjabúnaður góður, segir einnig í auglýsingunni, auk þess sem tekið er fram að kassakerfi, frystar og kælar ásamt góðri starfsmannaaðstöðu fylgi rekstrinum. Þá er möguleiki á að vera með framleidda vöru til sölu úr eldhúsi búðarinnar.