Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur ehf. þjónustar Garðabæ – Með besta tilboð eftir verð- og gæðakönnun

Garðabær hefur samið við Skólamat ehf. um áframhaldandi framleiðslu á mat fyrir grunnskóla sveitarfélagsins. Gengið var til samninga við Skólamat ehf. að undangengnu útboði.

Þrjú tilboð bárust í verkefnið, frá Skólamat ehf, ISS á Íslandi ehf., og Sölufélagi Garðyrkjumanna. Útkoma útboðsins byggir á besta hlutfalli milli verðs (60%) og gæða (40%) og kom Suðurnesjafyrirtækið Skólamatur ehf. best út úr öllum flokkum.

Skólamatur ehf. hefur þjónustað grunnskóla Garðabæjar frá árinu 2011.