Nýjast á Local Suðurnes

Steingrímur J.: “Ríkur vilji heimafyrir hélt Sparisjóðnum gangandi”

Skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um fall spari­sjóðanna var tekin fyrir á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Á fundinum sem sendur var út í beinni útsendingu, sátu fyrir svörum allir ráðherrar sem komu að málefnum Sparisjóðs Keflavíkur í kringum hrunið, auk fulltrúa frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands.

Stein­grím­ur J. Sigfússon var fjár­málaráðherra á tímabilinu frá 2009 til 2011, þegar málefni SpKef voru í hámæli. Fram kom í máli hans að ein helsta ástæða þess að SpKef hafi verið haldið gangandi þrátt fyrir erfiða stöðu hafi verið ríkur vilji hagsmunaaðila á Suðurnesjasvæðinu.

„Það er al­veg ljóst að staðan var erfið. En það er líka ljóst að rík­ur vilji var til að reyna verja þetta, ekki bara hjá stjórn­völd­um held­ur einnig þver­póli­tísk­ur vilji, ásamt því sem rík­ur vilji var heima­fyr­ir, “ sagði Stein­grím­ur. „Ef vilj­inn á heima­svæði spari­sjóðsins til að halda hon­um gang­andi hefði ekki verið svo mik­ill hefði sjóður­inn ekki getað starfað eins lengi og raun bar vitni,“ sagði Stein­grím­ur.

Þá kom fram í máli ráðherrans fyrrverandi að vilji Reykjanesbæjar og annara sveitarfélaga á svæðinu til að leggja Sparisjóðnum til aukið fé hafi átt stóran þátt í akvörðun um að halda honum gangandi, auk þess hefði verið ástæða til að ætla að kröfu­haf­ar myndu vilja koma að fjár­hags­legri end­ur­reisn.