Nýjast á Local Suðurnes

Kadeco selur eignir fyrir fimm milljarða króna – Gefa ekki upp hver kaupir

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, vinnur nú að stórri eignasölu á fyrrum svæði varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, Ásbrú. Fréttatíminn greinir frá því að viðræður standi yfir við fjárfesti sem ætlar sér að kaupa um 500 fasteignir á svæðinu á einu bretti.

Um er að ræða rúmlega 500 eignir af ýmsum stærðum og gerðum og getur ein eign jafnvel verið lítið herbergi í fjölbýlishúsi. Söluverðið, ef af verður, er um 5 milljarðar króna. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir að um innlenda aðila sé að ræða en vill gefa ekki upp hverjir þeir eru þar sem ekki sé búið að ganga frá kaupsamningi í viðskiptunum.

Kadeco hefur undanfana mánuði átt í viðræðum við Íslenskar fasteignir ehf. varðandi kaup á eignum á svæðinu, það hefur þó ekki fengist staðfest að fyrirtækið sé kaupandinn á þessum stóra pakka.