Nýjast á Local Suðurnes

Sjötta gagnaverið á Ásbrú – Milljarða framkvæmd ef af verður

Kadeco, Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar á í viðræðum við er­lent hug­búnaðarfyr­ir­tæki um bygg­ingu gagna­vers á Ásbrú. Ef að verður mun þetta verða sjötta gagnaverið á svæðinu. Kjarjan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco segir við mbl.is að fram­kvæmd­in myndi kosta nokkra millj­arða og gagna­verið þurfa nokk­ur mega­vött af raf­orku.

Fimm önnur gagnaver eru á svæðinu, þar á meðal stærsta gagnaver landsins Mjölnir, sem er í eigu hugbúnaðarfyrirtækisins Advania, en nokkur óánægja hefur verið á meðal íbúa Reykjanesbæjar með starfsemi Mjölnis meðal annars vegna hávaða frá viftum og þess hversu fá störf fyrirtækið skapar, en gagnaverið skapar einungis um 5 ársverk og notar um eitt prósent af allri orku í landinu (0,87%).