Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur Njarðvíkursigur í grannaslag

Njarðvíkingar tóku granna sína úr Grindavík í kennslustund í körfuknattleik þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar réðu ferðinni allan leikinn og lönduðu öruggum 26 stiga sigri, 101-75.

Sóknarleikur Grindvíkinga var afar slappur í fyrri hálfeik en þeir skoruðu einungis 25 stig á þessum fyrstu 20 mínútum og var staðan að honum loknum 54-25. Þrátt fyrir batamerki á leik Grindvíkinga í síðari hálfleik var öruggur sigur Njarðvíkinga aldrei í hættu.

Mynd: Kkd Njarðvíkur.