Nýjast á Local Suðurnes

Svona verður veðrið yfir Ljósanæturhelgina!

Veðurspáin fyrir Ljósanæturhelgina er nokkuð góð, ef marka má spáfólk Veðurstofunnar, en á fimmtudag er spáð sunnan 5-10 m/s og rigningu að morgni en austlægari átt og skúrum síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag er gert ráð fyrir að vindátt verði vestlæg, 3-10 m/s og lítilsháttar væta með köflum, annars þurrt að kalla. Hiti 7 til 13 stig.

Á laugardag spáir Veðurstofan sunnan 8-15 m/s. og talsverðri rigningu um landið sunnanvert, en dregur úr vætu um kvöldið. Hiti um 10 stig.

Á sunnudag verður svo suðvestan 5-10 m/s. skýjað með köflum og einhverjar skúrir. Hiti 7 til 13 stig.