Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk á æfingasvæðum við Afreksbraut – Lögregla leitar vitna

Lögreglan á Suðurnesjum er með til rannsóknar mál sem varðar eignaspjöll á æfingasvæðum Keflavíkur og Njarðvíkur við Afreksbraut í Reyjanesbæ.

Rúður voru brotnar, salerni og vaskar stífluð, veggir spreyjaðir og skemmdarvargarnir gengu það langt að þeir gerðu stykkin sín á gólfið í aðstöðu félaganna, segir í færslu lögreglunnar á Facebook, en í færslunni óskar lögregla eftir að komast í samband við möguleg vitni.