Nýjast á Local Suðurnes

Tap á rekstri Of Monsters And Men – Liðsmenn greiða sér 50 milljónir króna í arð

Liðsmenn hljómsveitarinnar Of Monsters And Men ákváðu að greiða sér 50 milljónir út í arð samkvæmt rekstrarreikningnum fyrirtækisins Skrímsl ehf., sem heldur utan um rekstur hljómsveitarinnar.

Fyrirtækið var rekið með 18,5 milljóna krópa tapi árið 2015 þetta kemur fram í rekstrarreikningi félagsins fyrir það ár. Hljómsveitin hagnaðist hins vegar um tæpar 38 milljónir árið 2014.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins nam eigið fé Srímsl ehf. 42 milljónum króna í lok árs 2015, samanborið við rúmar 111 milljónir árið áður. Eignir félagsins í lok árs 2015 námu 164 milljónum en þær námu 510 milljónum í lok árs 2014.