Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup hagnaðist um 316 milljónir króna á síðasta ári

Verslun Nettó við Krossmóa

Hagnaður Sam­kaupa á síðasta ári nam tæp­um 316 millj­ón­um eft­ir skatta. Velta fyr­ir­tæk­is­ins nam 24,5 millj­örðum króna og jókst um tæp 10% milli ára. Fyrirtækið rekur 47 verslanir víðsvegar um landið undir merkjum Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Samkaup úrval og Samkaup strax.

Starfs­menn fé­lags­ins á síðasta ári voru 945 talsins í 506 stöðugild­um. Hlut­haf­ar Sam­kaupa voru 178 í lok árs 2016. Kaup­fé­lag Suður­nesja ásamt dótt­ur­fé­lög­um átti 61,9% hlut, Birta líf­eyr­is­sjóður átti 14,5% hlut og Kaup­fé­lag Borg­f­irðinga átti 13,0%. Aðrir hlut­haf­ar áttu minna en 10% hver um sig. Frá þessu er greint á vef mbl.is.