Nýjast á Local Suðurnes

Reykja­nes­bær sérstaklega tek­inn fyrir í nýrri skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Skuldastaða og samskipti Reykjanesbæjar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga voru sérstaklega tekin fyrir í nýbirtri skýrslu eft­ir­lits­nefndarinnar. Kjarninn greinir frá þessu, en á vef miðilsins má finna ítarlega umfjöllun um skýrsluna og samskipti Reykjanesbæjar við eftirlitsnefndina.

Skýrslan gerði sér­stak­lega grein fyrir sam­skipti nefnd­ar­inn­ar við bæj­ar­fé­lagið á síð­ustu árum, en í henni eru ­sam­skipti nefnd­ar­innar við bæj­ar­fé­lagið frá árinu 2014 rakin. Sam­kvæmt nefnd­inni hafði sam­þykkt að­lög­un­ar­á­ætlun sveitarfélagsins ekki verið í neinu sam­ræmi við slæma rekstr­ar­nið­ur­stöð­u þess. Enn frem­ur, þar sem bænum hafði ekki tek­ist að ná sam­komu­lag­i við kröfu­hafa sína lagði nefndin til að skipuð yrði fjár­halds­stjórn fyr­ir­ Reykja­nesbæ í maí í fyrra. Segir í umfjöllun Kjarnans.

Í fram­haldi af til­lögum eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar óskaði Reykja­nes­bær eftir frek­ari fresti þar sem bæj­ar­stjórnin taldi enn ver­a von um að ná frjálsum samn­ing­um. Nefndin sam­þykkti rök­stuðn­ing bæj­ar­stjórn­ar­innar og gaf bæj­ar­fé­lag­inu frest til 30. sept­em­ber.

Frestur var enn fram­lengdur og Reykja­nes­bær vann að samn­ingum við kröfu­hafa út árið 2016. Þann 20. Des­em­ber síð­ast­lið­inn greind­i svo bæj­ar­fé­lagið frá því að sátt hafi náðst við kröfu­hafa sína. Þann 18. apríl sam­þykkt­i svo Reykja­nes­bær aðlög­un­ar­á­ætlun sína fyrir árin 2017 til 2022, en sam­kvæmt henni mun skulda­hlut­fall bæj­ar­fé­lags­ins lækka niður í 164%, eða 39 milljarða króna á næstu fimm árum.