Nýjast á Local Suðurnes

Reykjaneshöllin verður Philipshöllin

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur í samstarfi við stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur óskað eftir því við íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar að Reykjaneshöllin fái að bera nafnið Phillipshöllin næstu þrjú árin hið minnsta.

Fram kom á fundi ráðsins þann 6. maí síðastliðinn að það geri ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag.