Nýjast á Local Suðurnes

Eigendur Bláa lónsins þátttakendur í ylstrandarverkefni við Urriðavatn

Eigendur Bláa lónsins ætla að taka þátt í að reisa nýjan baðstað, svokallaða ylströnd, við Urriðavatn skammt frá Egilsstöðum. Bláa lónið hefur áður tekið þátt í baðstaðaverkefnum og ætlar að gerast um þriðjungs hluthafi í verkefninu við Urriðavatn.

„Við höfum tekið þátt í baðstaðaverkefnum annars staðar á landinu, til dæmis eins og við Laugavatn og jarðböðin á Mývatni, til að tryggja að að þeim rekstri væri staðið af metnaði til að tryggja að orðspor sé gott og gæði upplifunar sé í samræmi við væntingar gesta. Alveg eins og við höfum þróað í Bláa lóninu,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins í kvöldfréttum RÚV.

Um 280 milljónir hafa safnast í hlutafé en framkvæmdin kostar hálfan milljarð.