Nýjast á Local Suðurnes

Fengu óvenjulegt útkall – Kafarar leita giftingarhrings

Björgunarsveitin Suðurnes fékk beiðni um “óvenjulega“ aðstoð en fjölskyldufaðir einn tapaði giftingar hringnum sínum þegar hann var að gefa öndunum brauð í Reykjavíkurtjörn.

Tveir kafarar sem áttu lausa stund fóru á staðinn og byrjuðu leitina með myndavél og eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitinn ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram, segir á Facebook-síðu sveitarinnar.