Nýjast á Local Suðurnes

Komu erlendri konu til hjálpar: “Takk, Bryndís, takk Siguringi, takk Sigurður, takk Jon Olav”

Nokkrir Suðurnesjamenn lögðu sitt á vogaskálarnar þega Grænlensk kona varð strandaglóp­ur í Kefla­vík með tvö ung börn sín á dögunum. Eftir að danska sendi­ráðið og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gátu ekki veitt konunni, sem var strandaglópur í Reykjanesbæ, aðstoð þar sem grælenskt kort hennar virkaði ekki, tóku Suðurnesjamenn hönd­um sam­an, ásamt fleirum og aðstoðuðu með ýms­um hætti.

Kon­an hafði gist eina nótt á Hót­el Keili en þurfti að færa sig um set því hót­elið var fullt næstu nótt. Í ljós kom að græn­lenska kort kon­unn­ar virkaði ekki þegar hún ætlaði að greiða reikn­ing­inn. Hún var því í stök­ustu vand­ræðum og tungu­mála­örðug­leik­ar hjálpuðu ekki til.

Hótelstýran á Hótel Keili, Bryn­dís Þorsteinsdóttir, ­brá þá á það ráð að hafa sam­band við danska sendi­ráðið en þar var henni vísað á fé­lagsþjón­ust­una í Reykja­nes­bæ. Bryn­dís kom einnig að lokuðum dyr­um hjá fé­lagsþjón­ust­unni en hún dó ekki ráðalaus og hafði þá upp á Hrafni Jök­uls­syni, Græn­lands­vini og for­seta Hróks­ins.

Hrafn lýsir atburðarásinni með sínum hætti á Facebook-síðu sinni, en þar koma nöfn ýmissa Suðurnesjamanna við sögu.