Komu erlendri konu til hjálpar: “Takk, Bryndís, takk Siguringi, takk Sigurður, takk Jon Olav”

Nokkrir Suðurnesjamenn lögðu sitt á vogaskálarnar þega Grænlensk kona varð strandaglópur í Keflavík með tvö ung börn sín á dögunum. Eftir að danska sendiráðið og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gátu ekki veitt konunni, sem var strandaglópur í Reykjanesbæ, aðstoð þar sem grælenskt kort hennar virkaði ekki, tóku Suðurnesjamenn höndum saman, ásamt fleirum og aðstoðuðu með ýmsum hætti.
Konan hafði gist eina nótt á Hótel Keili en þurfti að færa sig um set því hótelið var fullt næstu nótt. Í ljós kom að grænlenska kort konunnar virkaði ekki þegar hún ætlaði að greiða reikninginn. Hún var því í stökustu vandræðum og tungumálaörðugleikar hjálpuðu ekki til.
Hótelstýran á Hótel Keili, Bryndís Þorsteinsdóttir, brá þá á það ráð að hafa samband við danska sendiráðið en þar var henni vísað á félagsþjónustuna í Reykjanesbæ. Bryndís kom einnig að lokuðum dyrum hjá félagsþjónustunni en hún dó ekki ráðalaus og hafði þá upp á Hrafni Jökulssyni, Grænlandsvini og forseta Hróksins.
Hrafn lýsir atburðarásinni með sínum hætti á Facebook-síðu sinni, en þar koma nöfn ýmissa Suðurnesjamanna við sögu.