Nýjast á Local Suðurnes

Tvö mörk á lokamínútunum tryggðu Keflavík stigin þrjú

Lokamínúturnar  í leik Keflavíkur og Leiknis voru stórskemmtilegar, en staðan var jöfn, 2-2 á 80. mín­útu er Leikn­is­menn jöfnuðu leikinn. Fann­ar Orri Sæv­ars­son og Jeppe Han­sen skoruðu hins veg­ar tvö mörk fyr­ir Kefl­vík­inga á 84. mínútu og í upp­bót­ar­tíma og tryggðu þeim sig­ur­inn.

Leiknir skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mín­útu. Frans Elvars­son jafnaði fljót­lega og Adam Árni Ró­berts­son kom Kefla­vík í 2-1 í byrj­un síðari hálfleiks og Keflvíkingar tryggðu sér svo stigin þrjú á lokamínútum leiksins, eins og áður segir.

Kefla­vík fer með sigri sín­um í 27 stig þar sem liðið er í 2. sæti tveim­ur stig­um á eft­ir Fylki í topp­sæt­inu.