Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík tryggði Pepsí-deildar sætið

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári eftir 3-0 sigur á Gróttu á Nettó-vellinum í kvöld. Enn eru þó tvær umferðir eftir af deildinni og hafa Keflvíkingar eins stigs forskot á Fylki sem er í öðru sæti.

Jeppe Han­sen skoraði fyrsta mark Keflvíkinga á 64. mínútu eftir flotta sókn. Leon­ard Sig­urðsson kom Kefla­vík í 2-0 á 71. mín­útu með skoti í gegn­um þvögu við mark Gróttu.  Hólm­ar Örn Rún­ars­son inn­siglaði svo sig­ur Kefla­vík­ur með þriðja mark­inu á 84. mín­útu.