Nýjast á Local Suðurnes

Þriðja deildin: Sigur hjá Þrótti – Jafnt hjá Víði

Tómas Ingi Urbancic sá til þess að Þróttur Vogum skaust upp í 6. sæti þriðju deildarinnar, en hann skoraði eina mark leiksins þegar Þróttarar höfðu betur gegn KFS. Sigurmarkið kom eftir hálftíma leik og eru Þróttarar núna með 17 stig og eiga leik til góða.

Víðir Garði gerði 1-1 jafntefli gegn Einherja á Vopnafirði í dag. Aleksandar Stojkovic kom Víði yfir í upphafi seinni hálfleiks, en á 78. mínútu jafnaði Einherji leikinn og þar við sat. Víðismenn eru enn í öðru sæti deildarinnar með góða möguleika á að tryggja sér sæti í annari deild að ári.