Arnór Ingvi skoraði í Íslendingaslag

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, innsiglaði sigur sænsku meistaranna Norrköping í gær þegar þeir sigruðu Hammarby, 3:1, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór skoraði þriðja mark Norrköping úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins, hjá Ögmundi Kristinssyni markverði Hammarby.
Norrköping komst þar með í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki.