Nýjast á Local Suðurnes

Fór ekki eftir merkingum og endaði fastur í Lambhagatjörn

Ökumaður sem stundaði akstur utan vegar við Lambhagatjörn, endaði á að festa sig í tjörninni, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum

Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt en kvaðst þó ekki hafa vitað að þarna mætti ekki vera á ferð á ökutækjum, þótt við veginn væri skilti sem bannar allan akstur utan vegar. Það er DV.is sem greindi frá.