Nýjast á Local Suðurnes

Bráðabirgðahúsnæði nýs skóla í Innri-Njarðvík tekið að rísa

Frá byggingu tímabundins húsnæðis Stapaskóla

Fyrstu framkvæmdir við nýjan skóla, sem fullbyggður mun bæði hýsa leik- og grunnskóla Dalshverfis í Innri Njarðvík, eru hafnar. Í haust mun kennsla yngstu árganga hverfisins hefjast í 620m2 bráðabirgðahúsnæði sem tekið er að rísa á skólalóðinni.

Húsnæðið samanstendur af forsniðnum einingum á stálgrind frá Slóveníu og keypt voru af Hýsi eftir útboð í vor.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við sjálft skólahúsnæðið hefjist eftir áramót þegar hönnun er lokið og útboð hefur farið fram.