Nýjast á Local Suðurnes

Styrkja Njarðvík með fjárframlögum vegna Covid 19

Fiskútflutningsfyrirtækið Icemar, einn af aðalsamstarfsaðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur heitið 50.000 kr. til styrktar starfi deildarinnar á hvern heimaleik á meðan færri áhorfendur sækja heimaleiki liðsins en venjulega í skugga Covid19 veirunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Njarðvíkur. Um leið hefur Icemar hvatt aðra samstarfs- og styrktaraðila deildarinnar að gera slíkt hið sama í ljósi þeirra skakkafalla sem áhorfendabrestur getur haft í för með sér fyrir íþróttafélögin.

Stjórn KKD UMFN fagnar þessu framtaki vel og innilega enda ekki vanþörf á.
Þeir sem sjá sér fært um að styrkja starf deildarinnar er bent á reikning félagsins:
kt: 650182-0229
147-26-410