sudurnes.net
Styrkja Njarðvík með fjárframlögum vegna Covid 19 - Local Sudurnes
Fiskútflutningsfyrirtækið Icemar, einn af aðalsamstarfsaðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur heitið 50.000 kr. til styrktar starfi deildarinnar á hvern heimaleik á meðan færri áhorfendur sækja heimaleiki liðsins en venjulega í skugga Covid19 veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Njarðvíkur. Um leið hefur Icemar hvatt aðra samstarfs- og styrktaraðila deildarinnar að gera slíkt hið sama í ljósi þeirra skakkafalla sem áhorfendabrestur getur haft í för með sér fyrir íþróttafélögin. Stjórn KKD UMFN fagnar þessu framtaki vel og innilega enda ekki vanþörf á. Þeir sem sjá sér fært um að styrkja starf deildarinnar er bent á reikning félagsins: kt: 650182-0229 147-26-410 Meira frá SuðurnesjumKeflavík óskar eftir stuðningi við uppbyggingu kvennaknattspyrnuKeflavík úr leik eftir tap gegn KR í háspennuleikMG 10 leggur skóna á hilluna eftir 19 ár í fremstu röðFánadagur Þróttar í dag – Bæjarfulltrúar grilla fyrir gestiStyrkja körfuboltann um 15 milljónirJósef Kristinn yfirgefur GrindavíkSkilar úlpunni og kaupir sér sandala og stuttbuxur – Garcia á heimleiðGrindavík lagði Njarðvík í Maltbikarnum – Tyson-Thomas meiddist og fór af velliÞrír öflugir knattspyrnumenn ganga til liðs við NjarðvíkingaÞróttarar lögðu Reyni í grannaslag