Nýjast á Local Suðurnes

Neyðarstjórn fyrst og fremst ætlað að tryggja öryggi stofnanna

Hlutverk neyðarstjórnar Reykjanesbæjar er fyrst og fremst að horfa til stofnanna í sveitarfélaginu og tryggja öryggi þeirra.

Neyðarstjórn, sem skipuð er helstu yfirmönnum sveitarfélagsins fundaði í dag og var farið yfir stöðu mála. Á fundinum kom fram að unnið er að viðbragðsáætlun fyrir Reykjanesbæ. Vinnuverndar- og öryggisfulltrúi mun fara í heimsóknir í stofnanir Reykjanesbæjar og fara yfir þær upplýsingar. Jafnframt skoðar hann hvort og hvaða áætlanir eru til á stofnunum og til hvaða aðgerða er búið að grípa.

Þá hefur lykilstarfsmönnum verið falið að tilnefna staðgengla sína.