Nýjast á Local Suðurnes

Magn kviku orðið svipað og fyrir síðasta gos

Fundað var í morg­un um stöðu mála á Reykja­nesskag­an­um og telja vísindamenn að bú­ast megi við því að það dragi til tíðinda á næstu dög­um eða rúmri viku, sem geti endað með eld­gosi.

„Á stöðufund­in­um í morg­un var rýnt í nýj­ustu gögn og lík­an­reikn­inga sem byggja á GPS-mæl­um og gervi­tungla­mynd­um og þar sjá­um við að landrisið og kviku­söfn­un­in und­ir Svartsengi held­ur áfram,“ seg­ir Ein­ar Bessi Gests­son nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur við mbl.is.

Áætlað er að rúm­málið af kviku sem er búið að safn­ast sam­an und­ir Svartsengi sé farið að nálg­ast því sem var fyr­ir síðasta eld­gos.