Nýjast á Local Suðurnes

Eldri borgarar duglegir að nota hvatagreiðslur

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, mætti á fund Lýðheilsuráðs sveitarfélagsins og sagði frá mjög góðum viðtökum við hvatagreiðslum 67 ára og eldri.

Ljóst er að eldri borgarar hafa svarað kallinu, sagði Hafþór og bætti við að eldri borgarar hyggjast nýta sér hvatagreiðslurnar til hvatningar á hreyfingu sem er svo mikilvæg, ekki síst fyrir eldri borgara. Greiðslurnar eru að hámarki 45.000 krónur.