Nýjast á Local Suðurnes

Harka færist í prófkjörsbaráttu – “Páll þarf að læra mannganginn í Sjálfstæðisflokknum”

Lokaspretturinn er hafinn í baráttunni um 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á morgun og er harka farin að færast í leikinn.

Ásmundur Friðriksson skrifaði í morgun pistil á Facebook-síðu sína, þar sem hann fer hörðum orðum um stuðningsmenn Páls Magnússonar. Ásmundur segir stuðningsmenn Páls meðal annars reyna að útiloka hann frá umræðunni á lokametrum kosningabaráttunnar. Þá býður Ásmundur Pál velkominn í Sjálfstæðisflokkinn og segir furðulegt að vera í þeirri stöðu að berjast við “innmúraðan krata af Túngötunni”

Pistil Ásmundar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: