Nýjast á Local Suðurnes

Vilja skoða kosti þess að sameina fjölda deilda Reykjanesbæjar í eina stofnun

Menningarráðið Reykjanesbæjar lagði til á fundi sínum í vikunni að skoðaðir verði kostir og gallar þess að sameina í eina stofnun menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál og atvinnumál.

Þá lagði ráðið til að stofnunin yrði staðsett á Duus torfunni, ef af yrði, með framtíðaruppbyggingu í huga.