Nýjast á Local Suðurnes

Óskuðu eftir jarðvegstipp á Stapa til að endurvinna jarðefni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók fyrir erindi Lea ehf., varðandi jarðvegstipp á Stapa, á síðasta fundi sínum, en fyrirtækið sóttist eftir því að taka yfir rekstur og umsjón svæðisins með það að markmiði að vinna þar að endurvinnslu jarðefna.

Erindi fyrirtækisins var hafnað, en ráðið tók fram í bókun sinni að um væri að ræða góðar tillögur en ef og þegar þessi starfsemi verður einkavædd þá mun sveitarfélagið bjóða hana út á almennum markaði eins og vera ber hjá opinberum aðila.