Nýjast á Local Suðurnes

Tvítugur tekinn á 150 km hraða á Reykjanesbraut

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru sjö aðilar kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þar var á ferðinni ökumaður um tvítugt. Annar hinna átta ók sviptur ökuréttindum.

Þá voru átta ökumenn til viðbótar staðnir að því að tala í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar og fimm óku á nagladekkjum. Loks hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur.