Nýjast á Local Suðurnes

Um 40 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur

Um fjörutíðu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þeirra voru, auk hraðakstursins, ekki með ökuskírteini meðferðis. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

Þá voru tveir stöðvaðir vegna gruns um vímuefnaakstur og reyndist sá grunur á rökum reistur.  Loks óku þrír án skráningarnúmera á bifreiðum sínum og einn ók réttindalaus.