Nýjast á Local Suðurnes

Orkusalan gefur Reykjanesbæ rafbílahleðslustöð

Mynd: Reykjanesbær

Reykjanesbær fékk á dögunum afhenta rafbílahleðslustöðina Stoppustuð frá Orkusölunni. Með gjöfinni vill Orkusalan hvetja til aukinnar notkunar rafbíla.

Orkusalan er stór smásali í rafsölu um allt land, en fyrirtækið framleiðir, kaupir og selur rafmagn til heimila, stofnana og fyrirtækja. Á undanförnum vikum hafa þeir starfsmenn fyrirtækisins, þeir Hafliði og Friðrik ferðast um allt land til að færa öllum bæjarfélögum landsins, samtals 74, hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið kallar fyrirtækið „Rafbraut um Ísland.“