Nýjast á Local Suðurnes

Safnast saman við verksmiðju United Silicon og þeyta flautur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Klukkan 18 í dag stendur til að íbúar í Reykjanesbæ muni safnast saman við verksmiðju United Silicon í Helguvík og þeyta bílflautur sínar í mótmælaskyni við starfsemi verksmiðjunnar. Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlunum í gær þar sem fólk kvartaði undan mengun frá verksmiðjunni, meðal annars í hópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.

Í umræðunum var fólk meðal annars hvatt til að senda inn kvartanir til Umhverfisstofnunar vegna lyktarinnar sem lagði meðal annars yfir miðbæ Reykjanesbæjar.

Stofnaður hefur verið Facebook-viðburður þar sem hægt er að skrá þátttöku í mótmælunum í kvöld.