Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysistölur í hæstu hæðum á Suðurnesjum

Atvinnuleysi mælist nú tæplega 10% á landinu öllu, en atvinnuleystölur eru í hæstu hæðum á Suðurnesjum og mælist nú 18,6 prósent.

Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar mun staðan versna til muna á næstunni á Suðurnesjum, en búast má búast við að atvinnuleysi verði 19,8 prósent í október og 21,9 prósent í desember. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.