Nýjast á Local Suðurnes

Á fjórða hundrað komnir í sóttkví

Alls eru 41 einstaklingur smitaðir af kórónuveirunni og því í einangrun á Suðurnesjum.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 358 einstaklingar séu nú í sóttkví á Suðurnesjum, en gera má ráð fyrir að langflestir af þeim séu nemar úr 7. – 10. bekkjum Akurskóla sem sæta sóttkví eftir að fjórir nemendur og tveir starfsmenn greindust með smit.