Nýjast á Local Suðurnes

Bætist í hóp smitaðra í Akurskóla

Fjögur kórónuveirusmit eru nú staðfest hjá nemendum í 7. – 10. bekk Akurskóla, en á mánudag greindust tveir starfsmenn og einn nemandi smitaðir af veirunni. Þrír nemendur hafa því bæst í hóp smitaðra eftir skimun. Öll kennsla í þessum bekkjum mun fara fram í gegnum tölvur eða snjalltæki á næstunni vegna þessa.

Í tilkynningu sem birt var á vef skólans eftir að smitin greindust á mánudag kom fram að um 100 nemendur og átta starfsmenn hafi verið sendir í sóttkví, en ljóst er að eitthvað mun fjölga í þeim hópi. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að farið sé í einu og öllu eftir tilmælum smitrakningarteymis og að foreldrar verði upplýstir um stöðu mála.