Nýjast á Local Suðurnes

Tveir snarpir jarðskjálftar – Fundust vel í Grindavík

Tveir jarðskjáftar fundust velí Grindavík seinni partinn í dag, þetta kemur fram á Grindavik.net. Fyrri skjálftinn kom kl 17:42 og var 1.4 stig að stærð, seinni skjálftinn kom um tíu mínútum síðar og var hann mun stærri eða 3.4 stig samkvæmt heimasíðu veðurstofu Íslands. Báðir voru þeir norðan Grindavíkur og fundust vel í bæjarfélaginu. Stærri skjálftinn fór snökkt yfir.

Í nótt þann 29.8. kl 01:41 byrjaði skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum. Stærsti skjálftinn varð kl. 01:47:02 var M4,5 og sá seinni 20 sekúndum síðar M4,6. Á annan tug skjálfta hafa mælst í kjölfarið.

Jarskjálftar eru tiðir á Íslandi en enginn órói er sjáanlegur samfara þessum skjálftum.

Vikuna 21 – 27 Ágúst voru rúmlega 320 jarðskjálftar voru staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni og þar af voru þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð.