Nýjast á Local Suðurnes

Halda íbúafund vegna deiliskipulags

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 30.01.2018 að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skipulagsáforma Grindavíkurbæjar um nýtt íbúðarsvæði í Grindavík.

Íbúafundur vegna lýsingarinnar verður haldinn miðvikudaginn 07.03.2018 kl 17:00 í Kvikunni, Hafnargötu 12 í Grindavík. Umrætt svæði fyrir íbúðarbyggð liggur norðaustan við Hópsbraut og norðan við Austurveg innan Grindavíkurbæjar. Áætlað er að á svæðinu rísi blönduð íbúðarbyggð ásamt samfélagsþjónustu sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030.

Lýsingin verður til sýnis á vefsíðu Grindavíkurbæjar og á skrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 640 Grindavík frá 23.02.2018 – 20.03.2018 á skrifstofutíma.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Grindavíkurbæjar eða á netfangið armann@grindavik.is  eigi síðar en 20.03.2018.