Rafmagn farið af stórum hluta Grindavíkur

Veitukerfi HS Veitna í Grindavík eru víða löskuð vegna jarðskjálfta og jarðgliðnunar og nú undir kvöld fór rafmagn af stórum hluta bæjarins, austurhlutanum, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af vefmyndavél mbl.is.
Áður hafði heitt vatn og rafmagn farið af litlum hluta bæjarins. Sem stendur ríkir óvissa um hvort og hvenær starfsfólk HS Veitna kemst inn á svæðið til að gera við kerfið.