Milljóna lottómiði seldur í Njarðvík

Heppinn miðahafi í Víkingalottó vann 3,8 milljónir í hinum alíslenska vinning. Miðann keypti hann á Olísbásnum í Keflavík.
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en þrír heppnir Norðmenn skiptu með sér 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 22 milljónir.
Enginn var með allar Jóker tölurnar réttar og í réttri röð en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift og sá þriðji var keyptur á vefnum lotto.is.