Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 26 milljóna lottóvinningsmiði keyptur í Reykjanesbæ

Einn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær sá heppni rúmlega 26 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur hjá 10-11, Fitjum 2 í Reykjanesbæ. Fimm voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fær hver þeirra 86.220 kr. í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olis v/Gullinbrú í Reykjavík, Kaupfélagi V-Húnvetninga, Hvammstanga, Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík og 2 eru í áskrift.

Fimm voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn er í áskrift en hinir voru keyptir í N1, Stórahjalla 2 í Kópavogi og Olís á Höfn í Hornafirði