Nýjast á Local Suðurnes

Duus Safnahús og Hótel Keflavík verðlaunuð

Duus Safnahús hlaut um helgina Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum og Hótel Keflavík Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum.

Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes Geopark og Þuríður Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness afhentu Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum og Steinþóri Jónssyni Þakkarverðlaunin.

Saga Duus Safnahúsa nær aftur á 19. öld þegar þar var blómleg verslun og fiskvinnsluhús Peter Duus. Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Bæði söfnin hafa hlotið viðurkenningu Safnaráðs. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna, Gestastofa Reykjaness jarðvangs (Geopark), Bátafloti Gríms Karlssonar og fleiri sýningar.

Hótel Keflavík var opnað árið 1986 af feðgunum feðgarnir Jón William Magnússyni og Steinþóri Jónssyni.