Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri útskýrir flöggun

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, fann sig knúinn til að útskýra tilvist bandaríska fánans, sem flaggað hefur verið undanfarna daga í skrúðgarðinum í Keflavíkurhverfi Reykjanesbæjar, í fjölmennum Íbúahóp á Facebook.

Það að fánanum hafi verið flaggað á þessum stað hefur ollið nokkrum misskilningi og vakið upp umræður á samfélagsmiðlum, hvar sitt sýnist hverjum.

Nú er, tímabundið í 2 daga, búið að flagga ameríska fánanum á stóru flaggstöngina í skrúðgarðinum. Þetta er hluti af leikmynd sjónvarpsþáttanna sem verið er að taka á Hafnargötunnni en flaggstöngin sést í mynd frá ákveðnum sjónarhornum myndavélanna. Sagði Kjartan Már til útskýringar.