Keflavík semur við tveggja metra framherja
Lið Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik hefur samið við Kevin Young um að leika með þeim á komandi leiktíð. Young er 27 ára, 203 cm framherji sem lék síðast með Indios de Mayagüez í efstu deild í Púertó Ríkó.
Í Kanada lék hann með Halifax Rainmen árið 2014-15, en eftir það tímabil var hann bæði valinn í fyrsta úrvalslið deildarinnar, sem og var hann valinn varnarmaður ársins.