Nýjast á Local Suðurnes

Sorp ekki hirt vegna bíla sem hefta aðgang að yfirfullum ruslageymslum

Bílastæðavandamál við fjölbýlishús á Ásbrú hafa verið töluvert til umræðu í lokuðum hópi íbúa hverfisins á Facebook undanfarnar vikur, en margsinnis hefur verið kvartað undan skorti á bílastæðum við fjölmörg hús á svæðinu. Í vikunni brá svo við að tveir bílar lokuðu fyrir aðgang sorphirðumanna að ruslageymslum við tvö fjölbýlishús og var sorpið því ekki hirt í það skiptið með þeim afleiðingum að sorptunnur eru orðnar yfirfullar.

Í umræðum um málið kemur fram að þessi staða hafi margoft komið upp undanfarin misseri og að kvartað hafi verið til eiganda húsnæðisins vegna þessa, sem sagðist myndu bregðast við, en hefur ekki gert, eftir því sem fram kemur í umræðum í fyrrgreindum Facebook-hóp.