Nýjast á Local Suðurnes

Geggjað útsýni frá 190 milljóna einbýli – Sjáðu myndirnar!

Eitt glæsilegasta einbýlishús Reykjanesbæjar er á söluskrá hjá Allt fasteignasölu. Húsið stendur á einstakri lóð við sjóinn og ótrúlegu útsýni yfir Atlantshafið og Faxaflóa. Verðmiðinn er rétt tæpar 190 milljónir króna.

Í sölulýsingu segir að allur frágangur og byggingarefni að innan sem utan séu bestu gerðar. Húsið er klætt að utan með hágæða flísum og frágangur á lóð er til fyrirmyndar.

Húsið hefur fengið gott viðhald, afburða hreinlæti og snyrtilegur frágangur að innan, utan og allt um kring. Um er að ræða stóra og einstaka eign með mikla möguleika, á einni fallegustu sjávarlóð Suðurnesja og þó víðar væri leitað. Stórbrotið útsýni, flottar gönguleiðir beint frá húsinu og stutt í alla þjónustu.

Um er að ræða eignina Kópubraut 34, en birt stærð eignarinnar er 347.5 fm, þar af er 46,9 fm bílskúr.  Eignin hefur verið á sölu í um ár, og hefur verðmiðinn aðeins tekið breytingum á þeim tíma eins og sjá má hér.