Nýjast á Local Suðurnes

Greiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á brautinni

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 165 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Um var að ræða erlendan ferðamann. Hann gat ekki framvísað ökuskírteini né sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi, sem hann kvaðst þó hafa. Hann greiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á staðnum.

Lögreglan á Suðurnesjum kærði allmarga ökumenn til viðbótar fyrir hraðakstur. Þannig mældist ökumaður sem hafði ekki náð 18 ára aldri á 128 km hraða einnig á Reykjanesbraut og annar ók á 143 km hraða.