Nýjast á Local Suðurnes

Flugstöð Leifs Eiríkssonar rýmd

Rýma þurfti Flugstöð Leifs Eiríkssonar um klukkan 18 í dag vegna tösku sem skilin hafði verið eftir og fannst í suðurbyggingu flugvallarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum kom einnig fram að sprengjusveit lögreglu hafi verið í kölluð út. Flugi hefur þó ekki verið aflýst enn sem komið er vegna málsins.