Nýjast á Local Suðurnes

Glæsileg Jóla- og Ljósahús í Suðurnesjabæ

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar hefur líkt og undanfarin ár valið Jóla- og Ljósahús ársins í sveitarfélaginu.

Eigendur og íbúar húsanna fá gjafabréf frá HS veitum við tilefnið sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni.

Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Holtsgata 39 í Sandgerði og Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Einholt 7 í Garði

Sérstakar viðurkenningar fengu íbúar við Lækjamót 18 í Sandgerði og Gauksstaðaveg 2 í Garði.