Nýjast á Local Suðurnes

Álag á starfsfólk barnaverndar orðið ásættanlegt

Álag á starfsfólk í barnavernd Reykjanesbæjar er orðið ásættanlegt, samkvæmt álagsmælingum sem framkvæmdar voru í júlí síðastliðnum. Þetta skilar sér meðal annars í lægri kostnaði vegna úrræða þar sem sérfræðiþekking starfsfólks nýtist betur og ekki þarf að kaupa dýr úrræði.

Þetta kemur fram í fundargerð síðasta fundar barnaverndarnefndar, en þar er jafnframt bent á mikilvægi þess að fjöldi stöðugilda í barnavernd Reykjanesbæjar haldi sér áfram.

Þá hefur yfirvinna hefur minnkað umtalsvert. Með viðeigandi mönnun er hægt að tryggja að uppfylltur sé sá lagalegi rammi sem barnavernd er settur og viðhalda gæðum þjónustunnar, segir í fundargerðinni.